Eysteinn Þorvaldsson

Höllin

Er að stúdera þessa brellnu skáldsögu. Það endar í Midterm Essay í námskeiðinu Kafka in Prague við Charles University þar sem Kafka sjálfur stúderaði forðum. Góðar pælingar eru hér í Víðsjá, þeim vandaða útvarpsþætti.

https://player.fm/series/bk-vikunnar/hllin-eftir-franz-kafka

kafka_franz_obraz

Mynd af geographical imaginations . com

Tignarlegt sálarstríð

Franz Kafka 1883-1924         Mynd af commons.wikimedia.org

„Hvað finnst ykkur um þá fullyrðingu að Kafka hafi verið einsýnn smáborgari, fjötraður í eigin sálarstríði, t.d. minnimáttarkennd, ótta gagnvart föður og Ödipusarduld eða jafnvel haldinn sálsýki?“

Eysteinn: „Rangt er að hann hafi verið „einsýnn“. Það er einnig misvísandi að segja hann haldinn „minnimáttarkennd“, réttara er að sjálfsmyndin hafi verið ótraust allt frá bernsku.“

Ástráður: „Einsýnn smáborgari var hann áreiðanlega ekki. Annað í fullyrðingunni má til sanns vegar færa. – En enginn hefur háð tignarlegra sálarstríð.“

Úr viðtali Ágústínu Jónsdóttur við þá feðga Eystein Þorvaldsson og Ástráð Eysteinsson í tilefni af útkomu nýrrar þýðingar á Réttarhöldunum eftir Franz Kafka 1995