Er mikið að pæla í Japan þessa dagana enda tímamótagrein um Murakami í smíðum. Heillandi land, stórkostleg þjóð, blóði drifin saga og gríðarlegar andstæður mætast í fornum hefðum og örri nútímavæðingu. Best er að passa sig á að fara ekki inn á skónum, ekki snýta sér á almannafæri en endilega læra helstu frasana, tala hátt og sötra.
Ferðalög
Ferðasagan
Ferðasaga sumarsins er komin á bloggið. Ég hef vart haft undan að svara fyrirspurnum óþreyjufullra lesenda sem fylgst hafa með ferðasögunni frá upphafi og var farið að lengja verulega eftir 2012. Sagan er hér til hægri, undir Ferðasögur, doldið lengi að hlaðast inn…
Sjóferð á Kátum dögum
Smella hér til að skoða ipod-videó af Sjóferð á Hólma ÞH (doldið langt og hægt í gang…)
Sjóferð
Þórshöfn
Merki Langanesbyggðar steypt í ál við innsiglinguna í höfnina.
Þórshöfn
Kátum dögum á Þórshöfn lauk á sunnudaginn. Þessi mynd er tekin frá sjó, við Sossa fórum í skemmtisiglingu í veðurblíðunni.
Tæknin 2
Tæknin
Grískur foss
Ferðalag okkar systra til hins fagra, grýtta og skógi vaxna Grikklands var stórskemmtilegt í alla staði. Við vorum á frábæru hóteli, veðrið var yndislegt og selkapurinn við bæði systur og frændur var frábær. Einhverjar myndir voru teknar á ipodinn, ekkert sérlega skýrar en einhverjar þeirra birtast hér á næstu dögum. Á myndinni má sjá okkur systur svamla í ísköldum hyl undir fallegum fossi í Nidri. Þura var langhraustust, stakk sér til sunds eins og ekkert væri en við Gunna orguðum af kulda.
Grikkir í hlykkjum og skrykkjum
Nú er að renna upp brottfarardagur okkar systra til Grikklands, landsins sem Ástríkur heimsótti, Hómer orti svo fallega um forðum og Byron lávarður, sá rómantíski sjarmör, heillaðist af. Árum saman höfum við safnað og nurlað í ferðasjóð og nú liggur leiðin í brúðkaup Friðgeirs og Natalie sem haldið er á eyju undan vesturströnd Grikklands. Framundan er vikureisa, sól og slökun og gleði. Veðurspáin er góð og nóg við að vera á hinni fögru Levkada. eyjarskeggjar bíða í ofvæni eftir túristum með fulla vasa af evrum og við systurnar þrjár ætlum svo sannarlega að skemmta okkur vel.






