Ekki hefur beinlínis viðrað til að viðra hundinn. Laugardagurinn var þó bjartur og fagur og við drifum okkur í Heiðmörkina, útivistarparadís innan seilingar. Arwen er samt ekki mikill snjóhundur og verður fljótt kalt. Held ég verði að prjóna á hana peysu eða kaupa kápu handa henni…
Arwen
Arwen, tíkin káta
Bergþóra Bachmann
Í dag er jarðsungin Bergþóra Bachmann, stúlkan sem ól Arwen upp og gaf okkur hana árið 2009 þegar hún ákvað að flytja til Sviss þar sem hún lést á dögunum í umferðarslysi. Hún fylgdist vel með tíkinni sinni og saknaði hennar mikið. Hún hafði síðast samband fyrir nokkrum dögum og þegar við svöruðum og sögðum henni hvað okkur þykir endalaust vænt um Arwen og sögðum nokkrar sögur af henni, kvaðst hún hafa klökknað og vita í hjarta sínu að tíkin væri í góðum höndum. Við þökkum fyrir að hafa fengið að eiga Arwen og njóta samvista við hana, svona fallega og góða tík, hún er yndisleg og hefur gefið okkur svo margt.
Móskarðshnjúkar
Í dag gengum við á Móskarðshnjúka (667 mys) í sólskininu, vestari tindana. Það var ansi hvasst eftir því sem ofar dró. Útsýnið var stórkostlegt. Þetta er skemmtileg leið og við vorum um 4 tíma að klöngrast þetta. Brynjar var með allar græjur, flottan bakboka, orkugel, aukaföt og vatnskút með slöngu. Í pokanum var m.a. dúnvesti sem kom í góðar þarfir því vindurinn uppi var ískaldur.

Vorsól
Gönguferð með Arwen er alltaf ljúf. Þessi mynd var tekin um daginn í kvöldvorsólinni í Garðabæjarhrauni. Frúin er í nýrri flíspeysu. Hlaupatúr er líka vel þeginn hjá Arwen, ekki síst ef hún fær að vera laus og getur skottast í kringum okkur. Hún var lúin í gær eftir 7,5 km í kringum Helgafell á góðum spretti.
Esjan
Vetrardagur
Tíkin og hafið
Kvennahlaup
Við Arwen tókum á sprett í dag í Kvennahlaupinu. Fórum fimm kílómetra að þessu sinni og hlupum mestallan tímann, ekkert rölt eða gauf. Alltaf gaman að skokka í góðu veðri og hitta fullt af skemmtilegum konum. Arwen var till fyrirmyndar, margar kvennanna voru með hunda sína með sér, sumir jafnvel í kvennahlaupsbolum. Svo var heilsukaffi hjá Oddu á eftir, ekki amalegt.





