Um síðustu helgi var ég í Sevilla á Spáni með Brynjari og vinnufélögum hans. Yndisleg borg í Andalúsíu, þröngar götur, frábærir veitingastaðir, sangria og nautaat, sítrónur og appelsínur á trjánum, ólívur, tapas og sól, bara snilld. Vorum á mjög vel staðsettu og fínu hóteli, Hotel Zenit. Hápunktur ferðarinnar var heimsókn í ólífuverksmiðju Figaro í þorpinu Ozuna og olíuframleiðslu fjölskyldufyrirtækisins 1881. Ég sem ætlaði varla að nenna í þá reisu en svo var þetta bæði fróðlegt og skemmtilegt. Ég lærði t.d. að svartar ólífur vaxa ekki á trjánum. Mestmegnid var lífinu svo tekið rólega. Keypti mér Snjókarlinn efitr Jo Nesbö í fríhöfninni og gat varla lagt hana frá mér alla ferðina. Lauk við hana í vélinni á leiðinni heim og hefði viljað lesa meira. Hrikalega spennandi, Nesbö kann alveg að halda manni við efnið. Las hana m.a.s. í heillangri biðröðinni fyrir utan kastalann Reales Alcázares í steikjandi sól. Kastalinn sem er að grunni til frá 11. öld er mögnuð blanda arabískrar og kristinnar hönnunar og hvert herbergi þrungið sögu. Þar dvelja konungshjónin ávallt þegar þau koma til Sevilla. Litum líka á Pavillion spænsku konungsættarinnar um aldir, en þangað hefur örugglega verið ágætt að skreppa þegar hirðlífið var orðið þreytandi. Einnig skoðuðum við risavaxna dómkirkjuna og príluðum upp í turninn til að virða fyrir okkur útsýnið yfir alla borgina. Veðrið var yndislegt, 25-27 stiga hiti og við gömlu sátum í forsælunni.
Ferðalög
I Applebudinni
I Boston skin solin, 25 stiga hiti i dag og 8-9 km hlaup medfram Charles River ad baki, ss fra hotelinu ad Harvard Bridge. Her eru allir a hlaupum og ekki bara milli buda. Og i Applebudinni er svalt og gott og eg er komin med einn pod i vasann.
Snæfellsjökull í baksýn
Ferðasagan
Ferðasaga sumarsins 2011 er komin á síðuna í máli og myndum. Sjá hér til hægri (Ferðasögur, Húsbílareisa 2011) eða hér.
Enn er sumar
Sumarið er ekki búið! Ágúst er oft drjúgur með heitum dögum og húmdimmum nóttum. Um helgina fórum við í Þjórsárdal, í gegnum Þingvelli og Laugarvatn. Gullfalleg leið. Við gistum í Sandártungu sem er frábærlega fallegt tjaldstæði þar sem hver og einn getur komið sér vel fyrir í litlu rjóðri, með afar snyrtilegri aðstöðu í hvívetna og merktum gönguleiðum í fallegu skóglendi. Á heimleiðinni var Geysir/Strokkur heimsóttur og svo var karríkjúklingur með ananas eldaður á bílastæðinu áður en ekið var heim um kvöldið í síðsumarsólinni.
Varðeldur
Margt var brallað um verslunarmannahelgina en við dvöldum í afar góðu yfirlæti hjá Einari og Gyðu á Akureyri, þeim fagra bæ. Ég skellti mér á Dynheimaball, heimsótti ömmu mína elskulegu, hitti frænkur mínar Ester og Höllu og Þórunni F! Endaði á notalegri kvöldstund í skógi á Svalbarðseyri með sykurpúða og allt. F.v. eru Andri, Einar Guðmann, Mikkel, ég, Gísli Hjö, Helga Kvam og Völundur. Það vantar Brynjar og Gyðu á myndina.
Sumarfrí II
Þá er sautján daga árlegu úthaldi í húsbílnum lokið. Að þessu sinni var það hið fagra Snæfellsnes og Landmannalaugar. Þessa staði er hægt að heimsækja aftur og aftur. Veðrið var gott mestallan tímann (jákvæðnin í öndvegi). Planið um að hreyfa sig á hverjum degi gekk ekki alveg eftir en það eru nokkrir dagar eftir af sumarfríinu og kortið mitt í Hreyfingu hefur verið alveg óhreyft alllengi. Ferðin var frábær en það var gott að komast heim í mjúka bólið sitt, í heita sturtu og sjónvarpssófann, þrátt fyrir flögrandi húskanínur, andfúlan ísskáp og skrælnuð sumarblóm. Nú er að söðla um, bara útsölur, pinnahælar og gloss, heimsóknir og kaffihúsahangs framundan. Ferðasagan 2011 birtist hér bráðlega, reynið að hemja ykkur, lesendur góðir, meðan ég græja hana og set inn myndirnar.
Pétursborg og Helsinki
Ferðasagan
Ég vek athygli minna dyggu lesenda á að hér til hægri er komin hin langþráða ferðadagbók / húsbílareisuannáll 2010 með glæsilegum myndum og sönnum sögum af hrakningum á heiðavegum.



