Hér er svo margt skemmtilegt: http://www.radioatlas.org/explore/
Ýmislegt
Nýtt orð
Heyrði nýtt orð í dag, sem reyndar hefur verið til frá 1631. Plútókrasía. Þar sem auður ræður.
Skilgreint sem svo:
: government by the richest people
: a country that is ruled by the richest people
: a group of very rich people who have a lot of power
sbr. merriam-webster

Sunnudagsmorgunn
Ylvolgt kakó frá Guatemala og þessi tónlist, sólin komin upp og góður dagur framundan.
Nýr fákur

Það hefur blundað í mér lengi að fá mér léttara hjól. Minn góði Wheeler er í toppstandi en ansi er hann þungstígur þrátt fyrir 21 gír. Svo ég fékk mér eitt fislétt í Everest í gær, 8.5 kg, og nú á ég tvö hjól sem bæði eru gangfær. Það stríðir gegn öllu í mínu uppeldi þar sem nægjusemi var dyggð, það stríðir líka gegn hugsjón minni um að kaupa ekki meira dót en ég læt mig hafa það. Ofan í kaupið þarf nýi fákurinn sérstaka pedala og skó, hraðamæli og rassmjúkar hjólabuxur. En ég hlakka mikið til að hleypa þessum í sumar.
Áfram stelpur

Þetta er svo falleg mynd.
Þríhöfða þurs spilar á píanó!

Magdalena Schram 1948-1993
„Ein tegund frétta af konum þykir þó alltaf góður matur og mikið skelfing er ég orðin leið á þeim. Það eru þessar um konur í karlastörfum, svo sem eins og „Kona tekur bólstrarapróf“ eða „Kona ekur skurðgröfu.’* Þríhöfða þurs spilar á píanó! Fer það ekki bráðum að verða sjálfsagður hlutur að konur geri allt á milli himins og jarðar ef í það fer? Eða finnst lesendum það jafn skrýtið og þeim, sem semur fyrirsögnina? Ég held að lesendum muni halda áfram að þykja það skrýtið svo lengi sem dagblöðin gefa það í skyn. Nú eða þá hitt, „Svissnesk kona leikur á harmonikku og akkordcon“ (Mbl. 25. júlí). Kona, vá, geta þær líka leikið á hljóöfæri? En við vitum jú allar að þegar kemur að listum skiptir það höfuðmáli hvers kyns listamaöurinn er en ekki hvað hann skapar eða kannski öllu fremur: aðrir hlutir skipta máli eftir því hvers kyns er. Svo er a. m. k. að skilja af greinarhöfundi Mbl., sem sagði frá listamannaþingi í Þýskalandi, þar sem íslenski fulltrúinn, Sigríður Björnsdóttir, vakti hvað mesta athygli „vegna þess að hún var glæsilegust kvenna á staðnum“ (Mbl. í ágúst).“
Magdalena Scham, Konur og fjölmiðlar, Vera 1. árg. 1982
Ljósameistar
…Leikararnir áttu stundum í töluverðum erfiðleikum með textann, sem ef til vill stafar af æfingaleysi. Fleiri gallar komu fram í sýningunni. Ljósameistararnir voru til dæmis miður sín og spillti það nokkuð svip sýningarinnar.
(Jóhann Hjálmarsson, um Höll í Svíþjóð eftir F. Sagan í þýðingu Unnar Eiríksdótttur)
Fæ mér róandi
Kúrudýr

Rakst á gamla mynd af þessum vinkonum sem unnust heitt eins og sjá má. Báðar mikil kúrudýr. Nú er Arwen í blómabrekkunni að prakkarast og Inga mín á heita Spáni.
Langferð framundan
Hingað liggur leiðin 2018.
http://www.brittanymthiessen.com/2017/04/responsible-travel-guide-san-marcos-lake-atitlan-guatemala/